Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er dagur til fögnuðar.
Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi ýtt undir ójöfnuð og haft gífurlega neikvæð áhrif á konur, stelpur og hinsegin fólk um allan heim hafa mikilvægir sigrar í kvenréttindabaráttunni náðst á árinu og því ber að fagna!
Hér eru 10 sigrar frá síðasta ári sem sýna jákvæðar breytingar um heim allan.
- Þungunarrof lögleitt fram að 14. viku í Argentínu.
Þessi lög munu bjarga lífum. Ein helsta orsök mæðradauða í landinu á síðustu árum hefur verið óöruggt þungunarrof.
- Aðgerðasinnar í Póllandi börðust gegn strangari lögum um þungunarrof.
Fjöldi fólks mótmælti úrskurði stjórnlagadómsstóls sem bannaði þungunarrof í nánast öllum tilfellum
- Síerra Leóne leyfði þunguðum stúlkum að mæta í skóla á ný.
Þungaðar stúlkur höfðu ekki fengið að stunda nám frá árinu 2015 sem skerti möguleika þeirra að framtíðarstarfi.
- Lögum í Danmörku var breytt þar sem kynlíf án samþykkis var skilgreint sem nauðgun.
Í desember 2020 var ný löggjöf samþykkt á danska þinginu. Nú er kynlíf án samþykkis skilgreint sem nauðgun.
- Fleiri lönd leyfðu hjónabönd samkynhneigðra.
Kosta Ríka var fyrsta landið í Mið-Ameríku til að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Á Norður-Írlandi var fyrsta samkynhneigða parið leitt í hjónaband. Lög í Angólu sem banna samkynhneigð voru felld úr gildi. Svartfjallaland lögleiddi sambúð samkynhneigðra og Króatía leyfði samkynhneigðum pörum að taka börn í fóstur.
- Réttindi hinsegin fólks á vinnumarkaði voru viðurkennd í Bandaríkjunum.
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í júní 2020 að hinsegin fólk væri verndað gegn mismunun á vinnustað.
- Súdan afnam limlestingu á kynfærum kvenna.
Í júlí 2020 var limlesting á kynfærum kvenna bönnuð. Sé lögunum fylgt eftir getur það bjargað milljónum stúlkna og kvenna frá þessum þjáningum.
- Baráttukona í Sádi-Arabíu var leyst úr haldi.
Loujain-al-Hathloul, ein þekktasta baráttukona Sádi-Arabíu, var leyst úr haldi eftir næstum þrjú ár í fangelsi.
- Túrskattur afnuminn á Bretland.
Túrvörur voru áður skilgreindar sem lúxusvara í Bretlandi. Evrópusambandið er að vinna í að gera slíkt hið sama. Í Skotlandi eru túrvörur nú ókeypis fyrir alla.
- Mótmæli gegn kynbundu ofbeldi voru háværari en nokkru sinni fyrr.
Konur víða um heim kröfðust verndar frá ofbeldi. Mótmælendur í Namibíu náðu að stöðva starfsemi í höfuðborginni í mótmælum út á götu gegn kynbundu ofbeldi og morðum á konum. Í Tyrklandi og Úkraínu fóru stór mótmæli fram þar sem stjórnvöld voru krafin um að samþykkja Istanbúl-samninginn (samning um ofbeldi gegn konum) og kvennaverkföll voru víða í Suður-Ameríku til að mótmæla ofbeldi.
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 2021 minnist Amnesty International þess að fimm ár eru liðin frá því að Berta Cáceres var myrt. Skrifaðu undir ákallið hér.
