11 ára stúlka í Paragvæ ól barn í kjölfar nauðgunar

Fréttir um að 11 ára stúlka, sem varð þunguð í kjölfar nauðgunar af hálfu stjúpföður, hafi eignast barn í gær minnir á þá brýnu þörf að Paragvæ breyti fóstureyðingarlögjöf landsins.

Fréttir um að 11 ára stúlka, sem varð þunguð í kjölfar nauðgunar af hálfu stjúpföður, hafi eignast barn í gær minnir á þá brýnu þörf að Paragvæ breyti fóstureyðingarlöggjöf landsins.

„Við erum mjög fegin að heyra að bæði stúlkan og nýfætt barn hennar séu við góða heilsu en hún er heppin að vera á lífi. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hverjar líkamlegar og sálfræðilegar afleiðingar verða af þessari hörmulegu þrekraun hennar“ sagði Erika Guevara-Rosas, framkvæmdastjóri Amnesty International í Suður-Ameríku.

Sú staðreynd að stúlkan hafi ekki látið lífið afsakar ekki þau mannréttindabrot sem hún varð fyrir að hálfu stjórnvalda í Paragvæ, sem ákváðu að leggja líf hennar, heilsu og heilindi að veði, þrátt fyrir yfirgnæfandi vísbendingar um afar áhættusama meðgöngu og þrátt fyrir að hún væri fórnarlamb nauðgunar og aðeins barn að aldri.

Sorgarsaga þessarar ungu stúlku sýnir fram á hversu bágborin mannréttindi í Paragvæ eru þegar kemur að fátækum og jaðarsettum konum og stúlkum. Allt frá því að kvörtun móður hennar var látin kyrrt liggja svo vikum skiptir. Þá er ógnvekjandi hversu algengar slíkar sögur eru. Þeim mun ekki fækka nema stjórnvöld í Paragvæ tryggi vernd til handa fórnarlömbum kynferðisofbeldis, afglæpavæða fóstureyðingar og tryggja aðgang að getnaðarvörnum og upplýsingum um kyn- og frjósemisréttindi.

Þessi stúlka hefur þegar liðið vegna kynferðislegrar misnotkunar og þungunar í kjölfar nauðgunar. Yfirvöld í Paragvæ þurfa nú að tryggja að hún hafi aðgang að allri þeirri heilbrigðisþjónustu sem hún þarf á að halda og að hún geti haldið menntun sinni áfram. Auk þess að fjölskylda hennar fái þann  andlega, sálfræðilega, efnahagslega og félagslega stuðning sem þau óska eftir og þurfa á að halda.

6201 félagi Amnesty International á Íslandi skrifuðu undir og kröfðust þess að stjórnvöld í Paragvæ björguðu lífi 10 ára gamallar stúlku og veittu henni leyfi til að undirgangast fóstureyðingu. Þeir minntu stjórnvöld á að þungun stefnir lífi kornungra stúlkna í sérstaka hættu og getur haft langvarandi áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra. Takk fyrir stuðninginn!