Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, verður 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 18 sinn. 16 daga átak hefur í frá 1991 unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda.
Þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, verður 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 18 sinn. Íslandsdeild Amnesty International tekur þátt í átakinu, eins og undanfarin ár (http://www.amnesty.is/herferdir/endum-ofbeldi-gegn-konum/meginatridi/) 16 daga átak hefur í frá 1991 unnið að því að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Hópar og samtök um allan heim hafa nýtt átakið til að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, til að styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda.
Þá hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því alþjóðlegum mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim.
60 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er sögulegur viðburður en hún er undirstaða allra alþjóðlegra mannréttindasamninga sem milljónir manna byggja rétt sinn á. Meginreglurnar, sem settar eru fram í yfirlýsingunni, eru grundvöllur starfs mannréttindafrömuða um allan heim og veita gefa starfi þeirra jafnframt viðurkenningu og lögmæti. Alþjóðleg mannréttindavernd og réttindi kvenna eiga undir högg að sækja og því er 16 daga átak árið 2008 tileinkað mannréttindayfirlýsingunni og aðgerðum til að tryggja konum þau réttindi sem hún kveður á um.
Á Íslandi verður sjónum sérstaklega beint að því að standa vörð um mannhelgi og mannréttindi kvenna í efnahagskreppunni. Yfirskrift átaksins árið 2008 er Mannréttindi kvenna eru ekki munaður!, til að leggja áherslu á að opinberar aðgerðir til að vernda mannréttindi kvenna eru ekki munaður sem kasta má fyrir róða þegar skórinn kreppir. Margt hefur áunnist undanfarin ár í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi; íslensk stjórnvöld hafa gert ítarlega aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðisofbeldi og aðgerðaáætlun gegn mansali er í smíðum. Brýnt er að fyrirhugaður niðurskurður hins opinbera bitni ekki á framkvæmd þessara áætlana því vitað er að efnahagsþrengingar geta leitt til aukins kynbundins ofbeldis og bitna oft harðar á konum. Nú þegar leita fleiri konur til Kvennaathvarfsins en vant er og flestir einstæðir foreldrar sem lifa við fátæktarmörk á Íslandi eru konur. Hafa ber hugfast að það var í kjölfar kreppunnar í Finnlandi á níunda áratugnum sem kynlífsiðnaður náði fyrst fótfestu í landinu.
Í 16 daga mun á fjórða tug aðila og samtaka um sem lætur sig málefnið varða standa fyrir margvíslegum viðburðum í því augnamiði að vekja athygli almennings á orsökum og afleiðingum kynbundins ofbeldis, með sérstakri áherslu á mannréttindi kvenna í efnahagsþrengingum. Upplýsingar um átakið og viðburðadagatal er að finna á heimasíðu átaksins: http://mannrettindi.is/servefir/16dagar
