Næstu 16 daga mun fjöldi aðila sem láta sig málefnið varða standa fyrir margvíslegum viðburðum í því augnamiði að vekja athygli almennings á orsökum og afleiðingum kynbundins ofbeldis.
Staðið hefur verið fyrir 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi frá árinu 1991. Síðan þá hafa yfir 1.700 samtök í yfir 130 löndum tekið þátt í átakinu.
Í ár er í fyrsta sinn efnt til 16 daga átaks hér á landi. UNIFEM á Íslandi hefur forgöngu um átakið í samstarfi við Amnesty International á Íslandi og 16 aðra aðila sem allir láta málefnið sig varða.
Dagsetning átaksins, frá 25. nóvember, alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, til 10. desember, hins alþjóðlega mannréttindadags, var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Tímasetningin var einnig valin til að leggja áherslu á mannréttindabrotin sem felast í slíku ofbeldi.
Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis.
Næstu 16 daga mun fjöldi aðila sem láta sig málefnið varða standa fyrir margvíslegum viðburðum í því augnamiði að vekja athygli almennings á orsökum og afleiðingum kynbundins ofbeldis.
Málefnið snertir okkur öll – fylgstu með !
