Í tilefni af 60 ára afmæli Amnesty International stöndum við fyrir viðburði í Pósthússtræti við Austurvöll næstkomandi föstudag, 28. maí klukkan 17:00.
Heiðurstitilinn „Aðgerðasinni Amnesty International“ verður veittur einstaklingi sem barist hefur fyrir mannréttindum af krafti og eljusemi með aðgerðum sínum. Fjölmargar tilnefningar bárust frá almenningi og greinilegt að margt baráttufólk fyrir mannréttindum má finna hér á landi. Claudia Ashanie Wilson veitir viðurkenninguna fyrir hönd stjórnar Íslandsdeildar Amnesty International.
Þá fögnum við þessum stóra áfanga með opnun sýningar þar sem farið verður yfir sögu og mannréttindasigra samtakanna. Sýningin verður á göngugötu Pósthússtrætis og gefst almenningi kostur á að njóta hennar fram eftir sumri.
Viðburðurinn er opinn almenningi og léttar veitingar verða í boði.
