Átta aðgerðasinnar; Delpedro Marhaen Rismansyah, Muzaffar Salim, Khariq Anhar, Syahdan Husein, Wawan Hermawan, Saiful Amin, Shelfin Bima Prakosa og Muhammad ‘Paul’ Fakhrurrozi voru handteknir að geðþótta og ákærðir fyrir það eitt að mótmæla eða sýna stuðning við mótmæli á samfélagsmiðli.
Þeir eru enn í gæsluvarðhaldi.
Mál þeirra eru hluti af víðtækum ofbeldisfullum aðgerðum indónesísku lögreglunnar til að bæla niður mótmæli sem hófust 25. ágúst síðastliðinn og hafa átt sér stað víðs vegar um landið. Þeir eru í hópi 959 einstaklinga sem voru handteknir að geðþótta og ákærðir. nverska háskólanema erlendis.
Yfirvöld verða að hætta að refsa fólki sem gagnrýnir stjórnvöld og nýtir rétt sinn til að koma saman friðsamlega og tjá skoðanir sínar.
SMS- félagar krefjast þess að aðgerðasinnar sem handteknir voru að geðþótta og ákærðir fyrir að mótmæla eða sýna stuðning við mótmæli verði leystir tafarlaust úr haldi og ákærur á hendur þeim verði felldar niður.

©JUNI KRISWANTO/AFP PHOTO/AFP via Getty Images
