Eþíópía: Stöðvum þvingaða brottflutninga

Þúsundir einstaklinga í Eþíópíu hafa sætt þvinguðum brottflutningum frá heimilum sínum vegna yfirgripsmikilla skipulagsbreytinga stjórnvalda (e. Corridor Development Project) í höfuðborg landsins Addis Ababa og 58 öðrum borgum og bæjum víðsvegar um landið.

Ekki var haft  raunverulegt samráð við íbúana og þeim var ekki gefinn fullnægjandi fyrirvari eða boðið skaðabætur. Aðgerðirnar eru því skýrt mannréttindabrot.

SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld stöðvi frekari þvingaða brottflutninga, fresti skipulagsbreytingunum og tryggi óháða endurskoðun á því hvort verið sé að framfylgja alþjóðlegum mannréttindastöðlum, þar á meðal  að rétturinn til viðunandi húsnæðis sé virtur.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið.