Við stöndum vörð um mannréttindi, réttlæti, frelsi og reisn

Amnesty Internati­onal er alþjóðleg mannrétt­inda­hreyfing rúmlega tíu milljóna einstak­linga í meira en 150 löndum. Við berj­umst fyrir heimi þar sem sérhver einstak­lingur nýtur mannrétt­inda sinna.

Mann­rétt­inda­yf­ir­lýsing Sameinuðu þjóð­anna er undir­staða alls ­starfs Amnesty Internati­onal.

Mann­rétt­indi eru grundvallaréttindi okkar allra

Starfið okkar

Amnesty International er stærsta mannréttindahreyfing í heimi. Kjarni starfsins felst í að berjast gegn mannréttindabrotum um heim allan. Við gerum ítarlegar rannsóknir, þrýstum á stjórnvöld með herferðum, aðgerðum og undirskriftasöfnunum og fræðum fólk um mannréttindi.

Alþjóðastarf Amnesty International byggist nær eingöngu á styrktarframlagi einstaklinga. Það gerir okkur kleift að vera óháð pólitískum, trúarlegum og efnahagslegum hagsmunum. Það er mikilvægt til að geta gagnrýnt stjórnvöld og stórfyrirtæki hvar sem er í heiminum.

Íslandsdeild Amnesty International reiðir sig eingöngu á frjáls framlög frá einstaklingum. Við þrýstum á innlend og erlend stjórnvöld og köllum eftir því að þau virði mannréttindi í hvívetna.

Helstu verk­efni Íslands­deildar Amnesty Internati­onal: 

  • Loftlagsbreytingar og mannréttindi
  • Tjáningarfrelsið
  • Dauðarefsingin
  • Einangr­un­ar­vist fanga í gæslu­varð­haldi á Íslandi
  • Réttindi flótta­fólks

Kynntu þér starfið

Kynntu þér ársskýrslur Íslandsdeildar Amnesty International