50 ára afmæli Íslandsdeildar Amnesty International

Íslandsdeild Amnesty International fagnar því að 50 ár eru liðin frá stofnun deildarinnar í Norræna húsinu þann 15. september 1974. Haldið verður upp á þennan merka áfanga með þremur mismunandi viðburðum helgina 13. -15. september. 

Nánari upplýsingar um viðburði á Facebook: 

Föstudagurinn 13. september: Málþing í Norræna húsinu kl. 12-13. Á ensku.

  • Agnès Callamard – aðalframkvæmdastjóri Amnesty InternationalFrom Gaza to the Climate Crisis: Human Rights Activism in an Era of Unthinkable Pain
  • Katrín Oddsdóttir – mannréttindalögfræðingur og aðgerðasinni. Human rights without a fight?
  • Kári Hólmar Ragnarsson – dósent og mannréttindalögfræðingur. The International Human Rights System’s Continuous Reflection Points

Laugardagurinn 14. september: Stuðningsaðgerð og mannréttindajóga á Austurvelli kl. 14. 

Aðgerð til stuðnings Manahel al-Otaibi, líkamsræktarkennara og baráttukonu fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu. Mælt er með því að mæta í þægilegum fatnaði og með eigin jógadýnu.

Sunnudagurinn 15. september: Skrúðganga og afmælisfögnuður í Iðnó kl. 14-15. 

  • Gengið frá Hallgrímskirkju og endað í Iðnó. Brasssveit heldur uppi skemmtilegri stemningu með New Orleans-sveiflu.
  • Skemmtidagskrá í Iðnó með ávörpum og tónlistarflutningi Bartóna og Los Bomboneros. Veislustjóri er Björk Guðmundsdóttir leikkona og grínisti. Léttar veitingar í boði.