Venesúela: Fjöldi einstaklinga í viðkvæmri stöð í haldi fyrir mótmæli

Að minnsta kosti tvö þúsund einstaklingar voru handteknir fyrir að mótmæla eða gagnrýna ríkisstjórnina á tímabilinu 29. júlí til 7. ágúst.

Ungt fólk er í meirihluta, þar á meðal a.m.k. 105 einstaklingar á aldrinum 13-17 ára. Að minnsta kosti 16 eru í varðhaldi, þar á meðal fólk með sjón- og heyrnarskerðingu.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Traustar heimildir eru fyrir því að fólk sé í varðhaldi án samskipta við umheiminn og lögfræðiaðstoðar sem eykur hættuna á pyndingum og annarri illri meðferð.

SMS-félagar krefjast þess að allir einstaklingar sem hafi nýtt rétt sinn til að mótmæla séu leystir úr haldi og að fólk í viðkvæmum hópum sé verndað.

AI @Laura Rangel