Baráttukonan Sharifeh Mohammadi er í hættu á að vera tekin af lífi. Hún var handtekin í desember 2023 og dæmd til dauða fyrir friðsamlega mannréttindabaráttu af dómstóli í Rasht í Íran í júní 2024. Hún studdi kvenréttindi ásamt því að styðja við afnám dauðarefsingarinnar og réttindi verkafólks.
Réttarhöldin voru ósanngjörn og ásakanir hennar um pyndingar og aðra illa meðferð í haldi voru aldrei rannsakaðar.
Írönsk yfirvöld hafa beitt dauðarefsingunni sem kúgunartóli í kjölfar uppreisnarinnar fyrir réttindum kvenna í þeim tilgangi að bæla niður mótmæli og skapa ótta.
SMS-félagar krefjast þess að Sharifeh Mohammadi verði umsvifalaust leyst úr haldi án skilyrða og að dauðadómurinn verði felldur úr gildi þar sem hún er einungis í haldi fyrir friðsamleg mannréttindastörf.

