Taka á Keith Gavin af lífi í Alabama-fylki í Bandaríkjunum þann 18. júlí 2024. Amnesty International krefst þess að að dauðadómurinn verði felldur niður.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.
Hann var dæmdur til dauða árið 1999 fyrir morð sem hann framdi árið áður. Tíu af tólf kviðdómendum kröfðust dauðadóms. Ríkisdómari úrskurðaði árið 2020 að málsvörn hans hafi ekki uppfyllt skilyrði stjórnarskrárinnar. Tveimur árum síðar snéri áfrýjunardómstóllinn þeim úrskurði við. Alþjóðlegir staðlar krefjast þess að einstaklingar sem eiga yfir höfði sér dauðadóm eigi rétt á skilvirkri og réttlátri lögfræðiaðstoð á öllum stigum málsins. Þeir staðlar voru ekki uppfylltir.
SMS-félagar krefjast þess að ríkisstjórinn í Alabama felli niður dauðadóminn.

