Ársskýrsla Íslandsdeildar Amnesty International 2023 var kynnt á aðalfundi þann 21. mars 2024. Skýrslan greinir frá öllu starfi deildarinnar frá árinu. Eitt af því sem stóð upp úr var skýrsla Amnesty International sem kom út í janúar 2023 um einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á Íslandi. Hún fékk mikla athygli í fjölmiðlum og ýtti undir umræður í samfélaginu um óhóflega beitingu einangrunarvistar á Íslandi á meðan einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi.
Lestu meira um starfið árið 2023 í ársskýrslunni.

