Í kringum 2600 umsækjendur um alþjóðlega vernd í Belgíu eru bjargarlausir sökum þess að belgísk stjórnvöld neita að veita þeim skjól og aðrar nauðsynjar og þjónustu.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið.
Margir þeirra hafa ekkert annað val en að sofa á götum úti eða í bráðabirgðatjöldum. Nú þegar vetur brestur á og hitastigið fer niður fyrir frostmark þurfa belgísk yfirvöld að gera áætlun til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd fullnægjandi skjól og uppfylla alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar.
SMS-félagar krefjast þess að belgísk yfirvöld grípi til viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir neyð umsækjenda um alþjóðlega vernd og tryggi mannréttindi þeirra.

