Alþjóðlegt: Vopn með aukinni sjálfstýringu

Yfirvöld og fyrirtæki eru óðum að þróa vopn með aukinni sjálfstýringu þar sem ný tækni og gervigreind eru notuð. Drónar og önnur háþróuð vopn eru þróuð til að taka ákvarðanir og velja skotmörk án atbeina nokkurrar manneskju. Slík “drápsvélmenni” gætu verið notuð í átökum, við löggæslu eða landamæravörslu.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Vélmenni geta ekki tekið flóknar siðferðilegar ákvarðanir. Þau skortir samkennd og skilning og taka ákvarðanir byggðar á hlutdrægum, gölluðum og íþyngjandi ferlum. Tækninýjungar á sviði andlits- og raddgreiningar hafa sýnt að oft eru gerð mistök. Sjálfstýrð vopn geta aldrei verið forrituð með fullnægjandi hætti til að koma í staðinn fyrir ákvarðanir manneskju.

Á meðan fyrirtæki og varnarmálaráðuneyti um allan heim keppast við að þróa þessa tækni verðum við að bregðast hratt við áður en við missum beitingu valds úr höndum fólks yfir til vélmenna með hroðalegum afleiðingum.

SMS-félagar krefjast þess að utanríkisráðherra Íslands sýni forystu á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að sett verði alþjóðalög sem varða sjálfstýringu vopna til að tryggja að fólk stjórni beitingu valds en ekki vélmenni.