Íran: Kúrdísk baráttukona fyrir mannréttindum dæmd til dauða

Pakhshan Azizi er baráttukona og Kúrdi, sem er minnihlutahópur í Íran. Hún var dæmd til dauða í júlí 2024 eftir óréttlát réttarhöld fyrir það eitt að sinna friðsamlegum mannúðar- og mannréttindastörfum, þar á meðal að hjálpa konum og börnum á flótta í norðausturhluta Sýrlands.

Pakhshan var handtekin í ágúst 2023. Ásakanir hennar um pyndingar og aðra illa meðferð í haldi hafa ekki verið rannsakaðar. 

SMS-félagar krefjast þess að dauðadómurinn verði felldur úr gildi og hún verði umsvifalaust leyst úr haldi án skilyrða.

Á meðan hún er enn í haldi skal veita henni fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og leyfa reglulegar heimsóknir frá fjölskyldu og lögfræðingi. Einnig þarf að vernda hana frá pyndingum og annarri illri meðferð, hefja óháða, skilvirka og hlutlausa rannsókn á ásökunum hennar um pyndingar og draga gerendur til ábyrgðar.