Bandaríkin: Forsetinn skal stöðva vopna­flutn­inga til ísra­elskra yfir­valda

Harðnandi átök í Mið-Austurlöndum hafa haft gífurleg áhrif á líf óbreyttra borgara. Rúmt ár er liðið frá árásinni 7. október og frá því að loftárásir Ísraela á Gaza hófust. Ísraelsk stjórnvöld hafa nú einnig beint sjónum sínum í auknum mæli að Líbanon með árásum þar.  

Rann­sókn Amnesty Internati­onal á Gaza hefur leitt í ljós að vopn fram­leidd í Banda­ríkj­unum hafa verið notuð í ólög­mætum árásum þar sem palestínskir borg­arar hafa verið drepnir. 

Banda­ríkin halda þó áfram vopna­flutn­ingi að verð­mæti millj­arða dollara til ísra­elskra yfir­valda, þrátt fyrir sann­anir þess efnis að vopnin séu notuð til að fremja stríðs­glæpi. 

SMS-félagar Íslandsdeildar Amnesty International krefjast þess að forseti Banda­ríkj­anna bjargi manns­lífum með því að stöðva vopna­flutn­inga til ísra­elskra yfir­valda og kalla eftir tafar­lausu og varan­legu vopna­hléi.