Venesúela: Stöðva þarf ofsóknir gegn félagasamtökum

Frá því í nóvember í ár hafa yfirvöld í Venesúela hert árásir sínar gegn PROVEA, frjálsum félagasamtökum sem verja mannréttindi þar í landi.

Lögreglan  boðaði Oscar Murillo, framkvæmdastjóra samtakanna, á fund til að gefa vitnisburðí máli er varðar meint brot á umdeildum lögum gegn hatri (e. anti-hatred laws). Nokkrum vikum áður hafði háttsettur embættismaður hótað samtökunum í sjónvarpinu. 

SMS-félagar Amnesty krefjast þess að yfirvöld í Venesúela láti af öllum árásum og hótunum gegn PROVEA, meðlimum þess og öðrum félagasamtökum sem krefjast réttlætis og ábyrgðar í Venesúela.