Íslandsdeild Amnesty International hefur gefið út fræðsluefnið Réttindi útskýrð sem eru tvö fræðsluhefti sem fjalla um mannréttindi og vopnuð átök.
Í fyrra heftinu, Réttindi útskýrð: Jafnvel í stríði gilda reglur, eru alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög kynnt og farið yfir grundvallaratriði þeirra, meðal annars hvað telst brot á þessum lögum og nauðsyn þess að virða og vernda mannréttindi í vopnuðum átökum.
Seinna heftið, Réttindi útskýrð: Stigvaxandi átök í Ísrael og á Gaza, byggir að miklu leyti á fyrra heftinu en kafar dýpra í átökin sem eiga sér stað í Ísrael og á Gaza. Veitt er yfirsýn yfir skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, farið yfir lagalega ábyrgð aðila í átökunum og lögð áhersla á skyldur þeirra hvað viðkemur vernd borgara, háttsemi í átökum og mannúðaraðstoð.
Réttindi útskýrð hentar flestum aldurshópum, þó sérstaklega í framhaldsskólum og eldri deildum grunnskóla, og er tilvalið fyrir alla sem vilja dýpka þekkingu sína á alþjóðalögum og hlutverki þeirra þegar kemur að átökum. Stríð og vopnuð átök eru mikið til umræðu þessa dagana. Mikilvægt er að nemendur fái rými til þess að fræðast um málefni líðandi stundar og varpa fram spurningum og vangaveltum.
Fræðsluheftin
1.hefti – Réttindi útskýrð: Jafnvel í stríði gilda reglur
2. hefti – Réttindi útskýrð: Stigvaxandi átök í Ísrael og á Gaza
Annað fræðsluefni:
