Mannréttindafrömuðurinn Nimet Tanrıkulu var handtekin á heimili sínu í Istanbúl af lögreglunni þann 26. nóvember síðastliðinn.
Fyrst var Nimet í haldi á lögreglustöðinni en var svo færð á hryðjuverkadeild öryggismálastofnunar í höfuðborginni Ankara. Eftir fjóra daga í haldi lögreglu var Nimet úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir „aðild að hryðjuverkasamtökum“. Hún er í haldi í kvennafangelsinu Sincan í Ankara.
Amnesty International skoðaði spurningarnar sem Nimet var spurð við yfirheyrslur, þar á meðal varðandi ferðalög hennar og þátttöku í viðburðum tengdum mannréttindum Kúrda. Ekkert benti til þess að neitt af þessu tengdust vopnuðum hópi.
Það er áhyggjuefni að Nimet sé í haldi fyrir mannréttindastörf sín. Yfirvöld í Tyrklandi misbeita oft hryðjuverkalögum til að þagga niður í þeim sem berjast fyrir mannréttindum. Amnesty International telur að varðhald hennar byggist á tilhæfulausri, handahófskenndri ásökun.
SMS-félagar Amnesty krefjast þess að Nimet Tanrıkulu verði umsvifalaust leyst úr haldi, nema ef ákæruvaldið geti lagt fram ákæru sem byggir á opinberum gögnum sem sýna fram á að hún hafi framið glæp sem er alþjóðlega viðurkenndur.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

