Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, hefur verið handtekinn af filippseyskum yfirvöldum, í kjölfar handtökuskipunar Alþjóðasakamáladómstólsins, fyrir glæpi gegn mannúð sem tengjast „stríði gegn fíkniefnum“.
Framkvæmdastjóri Amnesty International, Agnès Callamard, sagði þetta stórmerkilegt skref í átt að réttlæti í ljósi þess að Duterte leiddi víðtæka herferð þar sem morð á fólki, þar á meðal á börnum, voru skipulögð og samþykkt af ríkinu.
Agnès hvetur ríkisstjórn Filippseyja til að tryggja að fleiri en Duterte verði látnir sæta ábyrgð og í fullu samstarfi við Alþjóðasakamáladómstólinn. Amnesty International hvetur einnig til framsals Duterte til Haag og kallar eftir því að Filippseyjar gerist aftur aðilar að Rómarsamþykktinni til að styðja við áframhaldandi rannsóknir.
„Handtaka Duterte vegna handtökuskipunar Alþjóðasakamáladómstólsins er vonarljós fyrir þolendur á Filippseyjum og víðar. Hún sýnir að grunaðir gerendur verstu glæpa, þar á meðal þjóðarleiðtogar, geta og munu þurfa að sæta ábyrgð, hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Á tímum þegar of margar ríkisstjórnir standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Alþjóðasakamáladómstólnum og aðrar ráðast á eða beita refsiaðgerðum gegn alþjóðlegum dómstólum, er handtaka Duterte stór stund sem sýnir áhrif alþjóðalaga.”
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International
