Kasakstan: Háðsádeilubloggari handtekinn fyrir færslu

Bloggarinn, rithöfundurinn og stofnandi háðsádeilusíðunnar Qaznews24 á Instagram, Temirlan Ensebek, var handtekinn þann 17. janúar og ákærður fyrir að hvetja til ágreinings milli þjóðernishópa“ vegna færslu á Instagram-síðunni.

Málsókn á hendur honum er af pólitískum rótum runnin vegna aðgerðastarfs hans og gagnrýnni háðsádeilu á yfirvöld í Kasakstan.

SMS-félagar krefjast þess að Temirlan Ensebek verði umsvifalaust leystur úr haldi án skilyrða og að allar ákærur gegn honum verði felldar niður. Réttur hans til tjáningar þarf að vera tryggður.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.