Kólumbía: Komum í veg fyrir nauðungaflutninga fiskimannasamfélags

Fiskimannasamtökin FEDEPESAN tilkynntu þann 15. febrúar að þau séu tilneydd til að flytja á brott heilt samfélag frá vötnum og ám í grennd við Barrancabermeja í Kólumbíu.

Síðustu ár hafa vopnaðir hópar reynt að ná stjórn á vötnunum með  áreiti, hótunum, ránum, fjárkúgunum og tilraunum til manndráps á meðlimum FEDEPESAN samtakanna. Vopnuðu hóparnir vilja nýta vötnin í eigin þágu en einnig vilja þeir hefna fyrir opinbera fordæmingu FEDEPESAN samtakanna á meintum tilvikum mengunar og spillingar sem hafa neikvæð áhrif á umhverfið í kring. 

Meðlimir FEDEPESAN samtakanna óttast að fara út til veiða og geta þar með ekki aflað tekna eða séð fyrir fjölskyldum sínum. Ástandið ógnar grundvallarréttindum þeirra, þar á meðal réttinum til atvinnu, til fæðis og réttinum til yfirráðarsvæðis þeirra og til öryggis. 

SMS-félagar krefjast þess að ríkislögreglan tryggi öryggi meðlima FEDEPESAN samtakanna og komi í veg fyrir nauðungaflutninga samfélagsins.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

Yuly Velásquez, forseti FEDESPAN