Innan aðeins örfárra klukkustunda eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti Bandaríkjanna skrifaði hann undir fjölda forsetatilskipana sem margar hverjar grafa undan mannréttindum fólks og geta komið til með að hafa skaðleg áhrif á líf, heilsu og velferð milljóna í Bandaríkjunum og víðar.
Einnig hefur hann heitið því að hrinda í framkvæmd áform um brottvísanir sem beinast að milljónum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Áætlanir hans hafa í för með sér fjöldahandtökur, fangelsanir og fjöldaflutninga fólks, bæði rótgróinna borgara og þeirra sem nýkomin eru til landsins.
Bandarískum stjórnvöldum ber skylda samkvæmt alþjóðalögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mannréttindum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd.
SMS-félagar Amnesty krefjast þess að Trump forseti virði mannréttindi innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.

