Egyptaland: Jemeni í hættu á brottvísun úr landi

Abdul- Baqi Saeed Abdo, umsækjandi um alþjóðlega vernd frá Jemen, hefur verið í haldi að geðþótta í rúmlega 20 mánuði í Egyptalandi og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til heimalandsins þar sem líf hans er í hættu.  

Abdul-Baqi Saeed Abdo og fjölskylda hans neyddust til að flýja frá Jemen til Egyptalands árið 2014 eftir að hafa sætt refsilausum ofbeldisfullum árásum í kjölfar yfirlýsingar Abdul á samfélagsmiðlum um að hafa tekið upp kristna trú.

Egypskar sérsveitir handtóku hann 15. desember 2021 og sætti hann þvinguðu mannshvarfi í tvær vikur áður en saksóknari yfirheyrði hann og fyrirskipaði gæsluvarðhald byggt á rannsóknum á uppgerðum ákærum um að hafa „gengið í hryðjuverkasamtök“ og fyrir „ærumeiðingar gegn íslamskri trú“. 

Abdul-Baqi Saeed Abdo er í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið og krefjast SMS-félagar þess að hann verði tafarlaust leystur úr haldi og að brottvísun hans stöðvuð.