75 ára spænskur sjálfboðaliði, Mariano García Calatayud, sem sinnti mannúðarstarfi í borginni Kherson í Úkraínu var handtekinn af rússneskum yfirvöldum þann 19. mars 2022.
Um er að ræða þvingað mannshvarf þar sem ekki er vitað hvar honum er haldið. Hann hvarf eftir að hafa tekið þátt í friðsamlegum mótmælum gegn innrásinni. Mariano hefur verið í haldi án samskipta við umheiminn síðan þá.
Rússnesk yfirvöld viðurkenndu fyrst í apríl 2023 að hann sætti varðhaldi en gáfu þó ekki upp lagalega ástæðu. Óháðir rússneskir fjölmiðlar birtu í maí 2023 vitnisburði fyrrum fanga sem staðfestu slæma heilsu Mariano og að hann hafi sætt pyndingum.
SMS-félagar krefjast þess að Mariano García Calatayud verði tafarlaust leystur úr haldi og frjáls ferða sinna.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið.

