Stjórnarandstæðingar, aðgerðasinnar, lögfræðingar og viðskiptamenn hafa sætt sakamálarannsóknum í Túnis síðan í febrúar 2023 vegna tilhæfulausra ásakana um samsæri.
Að minnsta kosti 21 einstaklingur sætir nú rannsókn yfirvalda, þar af eru a.m.k. níu einstaklingar í haldi. Þar á meðal er stjórnmálamaðurinn Khayam Turki og stjórnarandstæðingarnir Chaima Issa og Jaouhar Ben Mbarek.Dómstóll gegn hryðjuverkum í Túnis rannsakar þá samkvæmt tíu greinum almennra hegningarlaga, þar á meðal 72 gr. sem kveður á um dauðarefsinguna fyrir að „reyna að breyta eðli ríkisins“.
SMS-félagar kalla eftir því að yfirvöld í Túnis felli niður ákærur gegn Chaima Issa, Jaouhar Ben Mbarek og Khayam Turki og leysi þau umsvifalaust úr haldi. Þau eru í haldi fyrir það eitt að vera aðgerðasinnar í þágu mannréttinda
