Þingið í Úganda samþykkti þann 2. maí síðastliðinn frumvarp sem beinist gegn samkynhneigð. Forseti landsins, Yoweri Museveni, hefur til 31. maí til að undirrita frumvarpið, beita neitunarvaldi eða leggja það aftur fyrir þingið.
Í frumvarpinu er samkynhneigt athæfi refsiverður glæpur og dauðarefsingin leyfileg fyrir „grófa samkynhneigð“. Í frumvarpinu er kveðið á um 20 ára fangelsisdóm fyrir að „upphefja samkynhneigð“. Það myndi þýða bann við hvers kyns baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks í landinu. Refsing fyrir samkynhneigt athæfi er skýlaust brot á fjölmörgum mannréttindum, þar á meðal réttinum til mannlegar reisnar, jafnréttis og jafnrar lagaverndar ásamt banni við mismunun.
SMS-félagar kalla á eftir því að forsetinn beiti neitunarvaldi gegn lagabreytingunum og tryggi að mannréttindi allra einstaklinga í landinu séu virt, óháð kynhneigð, kynvitund og/eða kyntjáningu. Auk þess er krafist að forsetinn fordæmi ofbeldi sem felur í sér mismunun og tryggi hinsegin fólk og mannréttindafrömuðum vernd gegn árásum í tengslum við frumvarpið.

