Venesúela: Kona í haldi í lífshættu

Emirlendris Benítez, 42 ára móðir, systir og sölukona, var handtekin að geðþótta í Venesúela í ágúst 2018. Hún er í haldi vegna stjórnmálaskoðana sinna og hefur sætt pyndingum.

Emirlendris á ranglega yfir höfði sér 30 ára fangelsi við ómannúðlegar aðstæður. Hún þarfnast lífnauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu, þar á meðal vegna eftirkasta eftir pyndingar í haldi.  

SMS-félagar krefjast þess að Emirlendris verði leyst úr haldi umsvifalaust.

Á meðan hún er enn í haldi skulu yfirvöld tryggja fullnægjandi heilbrigðisþjónustu sem hún lífnauðsynlega þarf á að halda. Við krefjumst þess einnig að pyndingar og önnur mannréttindabrot sem hún hefur sætt verði rannsökuð og gerendur verði dregnir til ábyrgðar.