Marokkó: Sakfelling mannréttindasinna

Sakfelling mannréttindasinnans Rida Benotmane frá því í nóvember á síðasta ári var staðfest af áfrýjunardómstóli í Marokkó þann 20. febrúar.

Hann var sakfelldur á grundvelli ákæru tengdri  samfélagsmiðlafærslum hans og YouTube myndböndum frá árinu 2021 þar sem hann gagnrýndi marokkósk yfirvöld. Áfrýjunardómstólinn stytti dóm hans úr þremur árum í 18 mánuði. Honum er enn haldið í einangrun í borginni Salé. 

SMS-félagar krefjast þess að hann verði umsvifalaust leystur úr haldi án skilyrða þar sem hann er í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið. 

Rida Benotmane