Hondúras: Tveir umhverfissinnar myrtir 

Aly Magdaleno Domínguez Ramos og Jairo Bonilla Ayala, meðlimir baráttuhópsins Guapinol (í héraðinu Colón í norðurhluta Hondúras) sem hefur barist gegn járnnámu, fundust látnir í frumbyggjasamfélaginu Guapinol þann 7. janúar 2023.

Þeir voru stöðvaðir, skotnir og myrtir af vopnuðum hóp, að sögn ættingja þeirra. Aly er bróðir Reynaldo Domínguez en þeir tveir eru hluti af 32 einstaklingum sem hafa verið málaðir sem glæpamenn af námufyrirtækinu og stjórnvöldum fyrir að verja Carlos Escaleras þjóðgarðinn.  

SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld í Hondúras tryggi ítarlega og hlutlausa rannsókn og geri tafarlaust ráðstafanir til að tryggja vernd umhverfissinna. 

Hondúras