„Líf okkar eru í hættu vegna þess að hér hefur fólk greinst með kórónuveiruna og það er ekkert sem við getum gert. Við höfum engar leiðir til að verjast. Þetta er tifandi tímasprengja. Við biðjum fyrir því að einhver geri eitthvað,” segir trans konan Kelly Gonzales sem hefur verið í varðhaldi á vegum innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna í tvö og hálft ár.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Umsækjandi um alþjóðlega vernd frá Gvatemala lést í varðhaldsbúðum í Mexíkó eftir að upp kom eldsvoði. Refsivert er fyrir flóttafólk að leita skjóls í Trínidad og Tóbagó og eru einstaklingar á flótta settir í varðhald.
Á meðan heimurinn tekst á við þessar fordæmalausu aðstæður halda yfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Trínidad og Tóbagó, Curacao og Mexíkó áfram að halda tugum þúsunda í varðhaldi. Þetta fólk er í mikilli hættu á að smitast af kórónuveirunni og hefur í flestum tilfellum takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Ef fólki finnst erfitt að vera í útgöngubanni heima hjá sér, ímyndið ykkur þá hvernig það er að vera í útgöngubanni í varðhaldsbúðum.
SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Trínidad og Tóbagó, Curacao og Mexíkó leysi flóttafólk tafarlaust úr haldi. Það á skilið öryggi og heilbrigði.
