Argentína: Móður vísað úr landi og aðskilin frá börnum sínum

Þann 4. febrúar var perúvíska ríkisborgaranum Vanessu Gómez vísað frá Argentínu ásamt tveggja ára syni sínum eftir að hafa búið þar í landi í 15 ár. Hún var neydd til að skilja eftir hin börnin sín tvö, 5 og 14 ára, án þess að kveðja þau. Brottvísunin á rætur að rekja til rekja til þess að Vanessa sat af sér dóm árið 2014. Útlendingaeftirlitið í Argentínu verður að ógilda skipunina og sameina fjölskylduna á ný þar sem brotið er á réttindum barnanna samkvæmt lands- og alþjóðalögum.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Stefna argentískra yfirvalda í málefnum innflytjenda hefur tekið breytingum síðustu ár. Stjórnvöld hafa gripið til aðgerða sem takmarka rétt innflytjenda, þar á meðal flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd, og ýta þar af leiðandi undir mismunun og útlendingahatur.

Í janúar 2017 innleiddu argentísk yfirvöld ýmsar aðgerðir sem takmarka enn frekar réttindi innflytjenda. Nú í febrúar 2019 inleiddi svo héraðsstjórn Chubet breytingar á lögum sem banna innflytjendum á sakaskrá að fara inn í héraðið og heimila brottvísun þeirra. Á sama tíma hafa embættismenn og yfirvöld talað opinskátt gegn útlendingum og tengt innflytjendur við glæpastarfsemi. Þar með er ýtt undir útlendingahatur og ofsóknir gegn innflytjendum.

Á seinustu vikum hefur ástandið versnað og Amnesty International hefur fengið fréttir um brottvísanir sem aðskilja innflytjendur frá börnum sínum. Aðgerðir og innleiðing laga í Argentínu brýtur í bága við alþjóðlega skuldbindingu argentískra stjórnvalda og mál Vanessu undirstrikar alvarleika ástandsins.

SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld afturkalli umsvifalaust brottvísun Vanessu, leyfi henni að koma aftur til Argentínu og ábyrgist að hún sameinist börnum sínum á ný.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!