Malak al Kashef er 19 ára trans kona frá Egyptalandi sem haldið er í karlafangelsi eftir að hafa verið ranglega sökuð um glæp. Malak er mannréttindasinni og þekkt fyrir hugrekki í baráttu sinni fyrir réttindum hinsegin fólks í Egyptalandi.
Árið 2017 deildi Malak al Kashef sögu sinni af kynleiðréttingaferlinu á samfélagsmiðlum og erfiðum samskipti sínum við ríkisspítala í landinu þar sem henni var hótað handtöku.
Öryggi Malak al Kashef er ekki tryggt og hana verður að leysa úr haldi undir eins.
Hvetjum ríkissaksóknara Egyptalands til að leysa hana skilyrðislaust og án tafar úr haldi.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
Snemma morguns þann 6. mars 2019 réðust öryggissveitir á vegum stjórnvalda inn á heimili Malak al Kashef í Giza, handtóku hana og fóru með á ótilgreindan stað. Daginn eftir var hún leidd fyrir saksóknara án lögfræðings og úrskurðuð í fimmtán daga varðhald.
Hún verið neydd í endaþarmsskoðun á ríkisspítala þar sem heilbrigðisstarfsfólk áreitti hana og beitti kynferðisofbeldi.
Malak al Kashef var ranglega sökuð um að „veita hryðjuverkasamtökum liðsinni“ og „misnota samfélagsmiðla til að fremja hegningarverðan glæp“.
Það að Malak sé haldið í karlafangelsi setur hana í aukna hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi.
Seinustu ár hafa yfirvöld í Egyptalandi verið í herferð gegn hinsegin fólki og tugir einstaklinga hafa verið handteknir og neyddir í endaþarmsskoðun.
SMS-félagar krefjast þess að ríkissaksóknari Egyptalands leysi Malak al Kashef strax úr haldi og felli niður allar kærur gegn henni.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
