Þann 14. og 15. maí var tveimur blaðamönnum hjá Radio France, Geoffrey Livolsi og Mathias Destal, skipað að mæta í fyrirtöku í dómsmáli frönsku leyniþjónustunnar eftir að saksóknari Parísarborgar hóf undirbúningsrannsókn gegn þeim fyrir að birta leynilegar upplýsingar um varnarmál Frakklands. Í apríl birtu þeir leynileg skjöl, svokölluðu „Jemen pappírana“, um sölu franskra vopna til Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem notuð hafa verið gegn almennum borgurum í borgarastríðinu í Jemen. Aðgerðir blaðamanna eiga þó rétt á sér samkvæmt ákvæðum laga um tjáningarfrelsi og því verður að stöðva rannsóknir gegn þeim samstundis.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
Samkvæmt frönskum lögum eiga einstaklingar sem birta upplýsingar um varnarmál yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi og sekt upp á 100.000 evrur.
Ríkisstjórnir eiga ekki að refsa einstaklingum, sem hafa heitið heimildarmönnum sínum fullum trúnaði og leynd, fyrir að birta upplýsingar um mannréttindabrot af samviskuástæðum með ábyrgðarfullum hætti. Einnig skal einstaklingum aldrei refsað fyrir að miðla upplýsingum um mannréttindabrot. Sama á við um birtingu eða miðlun upplýsinga er varða almannahag.
Tjáningarfrelsið veitir blaðamönnum rétt til að gefa ekki upp heimildarmenn, þó að vissar takmarkanir geti átt við. Skerða má tjáningarfrelsi til að vernda þjóðaröryggi eða halda stillingu meðal almennings sem er innan hóflegra marka og aðeins þegar nauðsyn krefur. Samkvæmt Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna skulu aðildarríki viðurkenna og virða rétt blaðamanna að gefa ekki upp heimildarmenn sína.
Frumrannsókn á máli frönsku blaðamannanna sem afhjúpuðu mannréttindabrot samræmist ekki frönskum lögum um tjáningarfrelsi og skal stöðvuð samstundis.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
