Suður-súdönskum aðgerðasinna á fertugsaldri, Michael Wetnhialic, er haldið í höfuðstöðvum þjóðaröryggisstofnunar ríkisins og meinaður aðgangur að fjölskyldu sinni eða lögfræðingi. Hann var handtekinn að geðþótta af þjóðaröryggisstofnuninni í Juba þann 18. maí síðastliðinn.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
Síðan átök brutust út í landinu árið 2013 hafa hundruð einstaklinga, aðallega karlmenn, verið handteknir og færðir í varðhaldsstöðvar þjóðaröryggisstofnunar ríkisins og leyniþjónustu hersins í höfuðborg Suður-Súdan, Juba.
Amnesty International hefur skráð fjölmörg dæmi um varðhöld að geðþótta þar sem fangar eru pyndaðir og sæta annarri illri meðferð. Sumum er einnig haldið í einangrun, án aðgangs að lögfræðingi eða fjölskyldu. Aðrir hafa horfið sporlaust.
Í höfuðstöðvum þjóðaröryggisstofnunar ríkisins eru fangar barðir til óbóta, sérstaklega á meðan yfirheyrslu stendur. Heilsu fanganna fer hrakandi vegna slæmrar aðstöðu í fangelsunum og ófullnægjandi aðgangi að læknisaðstoð.
Langvarandi og varðhöld að geðþótta, þvinguð mannshvörf, pyndingar og önnur ill meðferð eru algengar aðferðir sem yfirvöld í Suður-Súdan hafa beitt síðan átök brutust út í desember 2013.
Stjórnmálaumhverfið í Suður-Súdan einnkennist af umburðarleysi gagnvart gagnrýni á ríkisstjórn landsins sem leiðir til kúgunar, áreitni og varðhaldsvistar aðgerðasinna, mannréttindasinna og sjálfstæðra blaðamanna. Afleiðingar þessar ómannúðlegu aðferða eru sjálfsritskoðun fjölmiðla og mannréttindasinna þar sem fólk óttast að tala frjálslega og opinskátt um átök og stöðu mannréttinda.
Við krefjumst þess að Michael Wetnhialic verði færður í hendur lögreglu og fái réttláta málsmeðferð eða leystur úr haldi umsvifalaust.
Við krefjumst þess enn fremur að tryggt verði að Michael sæti ekki pyndingum eða annarri illri meðferð á meðan hann situr í haldi, ásamt því að hann fái að hitta fjölskyldu sína reglulega, nauðsynlega læknisaðstoð og lögfræðing að eigin vali.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
