Argentína: Stöndum með fólkinu sem berst fyrir afglæpavæðingu þungunarrofs

Glæpa­væðing þungunarrofs kemur ekki í veg fyrir að fólk sæki sér slíka þjón­ustu heldur gerir hana einungis mun óöruggari. Í Argentínu, eins og mörgum öðrum löndum, er þungunarrof refsivert nema í undantekningartilfellum.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Fólk sem getur ekki haldið meðgöngu áfram eða vill binda enda á þungun er oft neytt til að taka óhugsandi ákvörðun um annaðhvort að setja líf sitt í hættu eða fara í fangelsi. Vegna þessa eru hálf milljón einstaklinga í hættu árlega í Argentínu vegna skorts á aðgengi að öruggu og löglegu þungunarrofi.Frá árinu 1983 hafa meira en 3.000 einstaklingar dáið vegna þungunarrofs.

Í Tucamán-héraði var 11 ára stelpu neitað um rétt sinn um þungunarrof eftir að hafa verið nauðgað af sambýlismanni ömmu sinnar. Þegar hún leitaði á spítala til að binda enda á þungunina bar heilbrigðisstarfsfólki skylda til að vernda líf hennar og heilsu. Hins vegar var hún ítrekað hindruð í því og henni neitað  um réttinn til þungunarrofs.

SMS-félagar standa með fólkinu í Argentínu sem berst fyrir aðgengi að öruggu og löglegu þungunarrofi.

Í febrúar síðastliðnum þurfti stúlkan að gangast undir neyðarkeisaraskurðaðgerð sem auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Þess í stað var hún beitt grimmilegu óréttlæti sem olli henni gífurlegum skaða á líkama og sál.

Þetta hörmulega mál er sönnun þess að breytinga er þörf á þessum harkalegu refsilögum í Argentínu!