Senegal: Aðgerðasinni ákærður fyrir Facebookfærslur

Aðgerðasinni frá Senegal, Guy Marius Sagna, var ákærður fyrir „falskar hryðjuverkaaðvaranir“ þann 5. ágúst síðastliðinn. Hann var handtekinn að geðþótta þann 16. júlí í höfuðborginni Dakar en leystur úr haldi mánuði síðar. Guy var yfirheyrður vegna tveggja Facebook-færslna þar sem hann fjallaði um skort á fullnægjandi læknisaðstöðu í Senegal og einnig fyrir innlegg sitt á Facebook-síðu sinni um veru franska hersins í Afríku.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Guy Marius Sagna er þekktur aðgerðasinni en hann var skipulagsstjóri fyrir þjóðfylkingu sem barðist undir yfirskriftinni „Nei við samningum um efnahagssamvinnu” í Senegal en samningarnir eru á milli Senegal og Evrópusambandsins.

Sem aðgerðasinni hefur Guy barist gegn „nútímanýlendusamningum”. Hann hefur reglulega verið handtekinn og haldið í fangelsi án ákæru, einungis fyrir að nýta sér rétt sinn til funda- og félagafrelsis og tjáningarfrelsis.

Í október 2016, voru gerðar breytingar á hegningarlögum í Senegal til að bæla niður friðsamlegan mótþróa. Þingið færði rök fyrir því að breytingarnar væru nauðsynlegar til að berjast gegn hryðjuverkum og tölvuglæpum. Með lagabreytingunum er skilgreining á hryðjuverkum óljós og víðtæk og gerir aðgerðasinna berskjaldaða fyrir alvarlegum refsingum.

Þó nokkrir listamenn og blaðamenn hafa einnig verið handteknir að geðþótta í styttri tíma, einungis fyrir að nýta sér rétt sinn til funda- og félagafrelsis og tjáningarfrelsis.

SMS-félagar krefjast þess að allar ákærur á hendur Guy Marius Sagna verði felldar niður þar sem hann var einungis að nýta rétt sinn til tjáningarfrelsis á friðsamlegan máta.