Aðalfundur: Ný stjórn Íslandsdeildarinnar 2022

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn í gær, 23. mars. Eins og venja er var ársskýrsla deildarinnar flutt og ársreikningar kynntir sem voru síðan bæði samþykkt á fundinum. Kosið var um lagabreytingu sem var samþykkt.

Kosið var til nýrrar stjórnar. Eva Einarsdóttir er nýr formaður deildarinnar en hún var áður meðstjórnandi. Albert Björn Lúðvígsson og G. Pétur Matthíasson koma nýir inn í stjórn.

Í lok fundar var Claudia Wilson með stutt erindi.

Við þökkum Þórhildi Elísabetu Þórsdóttur, fráfarandi formanni, og Andrean Sigurgeirssyni, fráfarandi meðstjórnanda, fyrir vel unnin störf í þágu mannréttinda. Við bjóðum einnig nýja stjórnarmeðlimi velkomna og óskum þeim velfarnaðar í þessu nýja hlutverki. 

STJÓRN 2022 -2023 SKIPA: 

Eva Einarsdóttir, formaður 

Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, meðstjórnandi 

Claudia Wilson, meðstjórnandi 

Helena Hafsteinsdóttir, meðstjórnandi 

Harpa Pétursdóttir, meðstjórnandi 

Albert Björn Lúðvígsson, varamaður

G. Pétur Matthíasson, varamaður

fyrirlestur í lok fundar

Claudia Wilson, mannréttindalögfræðingur og stjórnarmeðlimur Íslandsdeildar Amnesty, var með erindi um endursendingar flóttafólks til Grikklands í ómannúðlegar aðstæður. 

Ársskýrsla 2021

Frá aðalfundi 2022