Hvernig á að taka á móti stórum fjölda flóttafólks: Fimm reglur fyrir Evrópulönd

Þúsundir einstaklinga hafa flúið Úkraínu í leit að öryggi í nágrannalöndum eftir innrás Rússlands. Búist er við að fleiri flýi á næstu dögum. 

Móttaka flóttafólks verður að vera hröð og miða að því að vernda mannréttindi. 

Hér eru fimm gullnar reglur sem öll ríki ættu að fylgja: 

  1. Koma jafnt fram við alla 

        Fólk á flótta frá Úkraínu á að hljóta vernd án mismununar

    2. Setja mannúð í fyrsta sæti 

       Taka þarf vel á móti fólki og veita aðstoð eftir þörfum hvers og eins

    3. Halda fjölskyldum saman 

        Bæði á landamærunum og tryggja fjölskyldusameiningu um alla Evrópu 

   4. Klippa á ferlið 

       Koma fólki í skjól strax með því að halda landamærum opnum og fella niður komuskilyrði

   5. Deila ábyrgð 

       Deila þarf ábyrgð við móttöku fólks á flótta á milli ríkja. Þannig kemst fleira fólk í öruggt skjól fyrr