Áhyggjur af mannréttindabrotum vegna innrásar Rússlands í Úkraínu

Í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu í dag þann 24. febrúar kallar Amnesty International eftir því að alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarlög verði virt í einu og öllu. Amnesty International heldur áfram að fylgjast grannt með stöðunni og fletta ofan af mannréttindabrotum allra aðila á alþjóðlegum lögum.  

„Okkar versti ótti hefur orðið að veruleika. Eftir stigmögnun á síðustu vikum hefur innrás Rússlands hafist og mun að öllum líkindum hafa hryllilegar afleiðingar fyrir líf fólks og mannréttindi þess,“ 

segir Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International. 

„Okkar versti ótti hefur orðið að veruleika. Eftir stigmögnun á síðustu vikum hefur innrás Rússlands hafist og mun að öllum líkindum hafa hryllilegar afleiðingar fyrir líf fólks og mannréttindi þess.“ 

Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International. 

„Þar sem eldflaugar falla á herstöðvar í Úkraínu og borist hafa fyrstu fréttir um notkunvopna rússneska hersins sem samræmast ekki alþjóðalög ítrekar Amnesty International ákall sitt til allra aðila að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum í einu og öllu. Vernda þarf líf almennings, heimili og innviði landsins. Handahófskenndar árásir og notkun ólöglegra vopna eins og klasasprengja mega ekki eiga sér stað. Við ítrekum einnig að tryggja þarf aðgengi mannúðarsamtaka til að veita almenningi í neyð mannúðaraðstoð.“