Zahra Sedighi-Hamadani er kynsegin aðgerðasinni og hefur verið í haldi yfirvalda síðan í október 2021 vegna kynhneigðar og kynvitundar sinnar og fyrir að verja réttindi hinsegin fólks á samfélagsmiðlum. Hún hefur sætt illri meðferð.
Zahra, 30 ára, yfirgaf kúrdíska svæði Íraks (KR-I) og sótti um vernd í Tyrklandi eftir að hafa verið handtekin að geðþótta í Erbil snemma í október 2021. Henni var haldið í 21 dag vegna þátttöku í heimildarmynd BBC um ofbeldi gegn hinsegin fólki í KR-I. Á meðan Zahra var í haldi sætti hún illri meðferð og einangrun.
Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!
Áður en Zahra fór að landamærum Íran og Tyrklands tók hún upp myndband og bað trúnaðarmann að birta ef hún myndi ekki lifa ferðina af.
Kynsegin einstaklingar í Íran eiga í hættu á að verða skilgreindir sem glæpamenn nema þeir fari í löglega kynleiðréttingu sem krefst skurð- og ófrjósemisaðgerðar. Þeir einstaklingar sem vilja ekki fara í aðgerð og skilgreina kynvitund sína utan kynjatvíhyggjunnar upplifa mikla mismunun til að mynda í aðgengi að menntun, störfum, heilbrigðisþjónustu og opinberri þjónustu.
Hegningarlög í Íran innihalda fjölmörg ákvæði sem gera samkynhneigð refsiverða með refsingum á borð við barsmíðar, pyndingar og jafnvel dauðarefsinguna.
Sms aðgerðasinnar krefjast þess að írönsk stjórnvöld leysi Zahra úr haldi án tafar og skilyrðislaust og tryggi að hún fái aðgang að lögfræðingi og fái að eiga samskipti við fjölskyldu sína.
