Egyptaland: Réttað yfir hjónum í neyðarrétti

Aisha el-Shater, 41 árs dóttir leiðtoga Múslímska bræðralagsins (Muslim Brotherhood), og eiginmaður hennar Mohamed Abo Horeira hafa verið í haldi í rúm þrjú og hálft ár vegna fjölskyldutengsla við bræðralagið og fyrir að nýta mannréttindi sín með friðsamlegum hætti. Mál þeirra er nú fyrir neyðarrétti vegna falskra ákæra.

Aisha el-Shater var haldið í langvarandi einangrun, hún hefur ekki fengið fjölskylduheimsóknir í meira en þrjú og hálft ár og  henni er meinað um viðeigandi heilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að þurfa lífsnauðsynlega á því að halda. Þessi meðferð eru pyndingar samkvæmt alþjóðalögum. 

Hjónin voru handtekin þann 1. nóvember 2018. Sama dag handtóku stjórnvöld í Egyptalandi að minnsta kosti 31 mannréttindasinna og lögfræðinga, 10 konur og 21 karlmann. Undanfarna mánuði hafa pólitískir andstæðingar og gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar verið sakfelldir á grundvelli falskra ákæra í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda.  

Khairar el Shater, faðir Aisha el Shater, hefur verið í fangelsi frá júlí 2013 þegar herinn steypti þáverandi forseta af stól, Mohamed Morsi. Í kjölfarið bannaði yfirvöld Múslímska bræðralagið og saksótti fjölda meðlima og stuðningsaðila bræðralagsins. 

Sms-félagar krefjast þess að Aisha el Shater og Mohamed Abo Horeira verði skilyrðislaust leyst úr haldi án tafar og að allar ákærur á hendur þeim verði felldar niður. Á meðan þau eru í fangelsi er farið fram á að þau fái að vera í reglulegum samskiptum við fjölskyldu sína og lögfræðing ásamt því að þau fái aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu.