Bandaríkin: Leysið fanga frá Guantanamo

Varðhald um óákveðinn tíma sem bandarísk stjórnvöld hafa beitt í Guantanamo-fangelsinu í kjölfar september 2001 er ólögmætt. Enn eru 19 fangar í haldi þrátt fyrir að búið sé að heimila lausn þeirra. Krefstu þess að ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, loki Guantanamo fangelsinu fyrir fullt og allt.

Af þeim 36 mönnum sem enn eru í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu eru 19 enn í haldi þrátt fyrir að búið sé að heimila lausn þeirra. Frá því fangelsið var reist fyrir rúmum 20 árum hafa fleiri en 700 múslímskir menn og drengir setið þar inni. Margir þeirra hafa sætt pyndingum en allir voru fangelsaðir að geðþótta yfirvalda. Enginn þeirra hefur hlotið sanngjörn réttarhöld.  

Einn þeirra, Toffiq Al-Bihani, var fangelsaður árið 2003 án ákæru. Hann var pyndaður og sætti illri meðferð af hálfu bandarískra yfirvalda og honum var heimiluð lausn úr haldi árið 2010. Þrátt fyrir það er hann enn í haldi í Guantanamo-fangelsinu.  

Krefstu þess að ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, loki Guantanamo fangelsinu fyrir fullt og allt.

Auk þess er krafist þess að: 

  • Allir fangar verði færðir til lands þar sem þeir geta fengið að njóta réttar síns eða að þeir fái sanngjörn réttarhöld.  
  • Fangar sem sætt hafa pyndingum fái m.a. endurhæfingu og bætur.  
  • Þau sem bera ábyrgð á pyndingum og þvinguðu mannshvarfi fanganna verði dregin fyrir rétt í sanngjörnum réttarhöldum án beitingu dauðarefsingarinnar.