Belarús: Samviskufangi sætir illri meðferð

Samviskufanginn Sergey Tihanovski er vinsæll bloggari sem hefur gagnrýnt hvítrússnesk stjórnvöld. Sviatlana Tsikhanouskaya, eiginkona hans, er í útlegð sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Sergey var handtekinn að geðþótta í maí 2020 og ranglega dæmdur í 18 ára fangelsi.

Fangelsismálayfirvöld hafa ítrekað refsað honum fyrir upplognar sakir og aðstæður hans í fangelsi teljast til grimmilegrar, ómannúðlegrar og niðurlægjandi meðferðar. Sergey er skotmark vegna friðsamlegs pólitísks aðgerðastarfs. Það verður að leysa hann strax úr haldi.

SMS-félagar krefjast þess að Sergey Tihanovski verði skilyrðislaust leystur úr haldi án tafar.