Mótmæli hafa brotist út á landsvísu í Íran í kjölfar þess að hin 22 ára gamla Mahsa (Zhina) Amini lét lífið í varðhaldi yfirvalda. Írönsk yfirvöld hafa brugðist grimmilega við mótmælunum. Við krefjumst þess að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða.
Siðferðislögreglan hefur reglubundið handtekið konur og stúlkur af geðþótta, pyndað og beitt illri meðferð fyrir að fylgja ekki svívrðilegum, niðrandi og óréttlátum lögum um skyldunotkun höfuðslæða.
Írönsk yfirvöld hafa á liðnum árum ekki þurft að sæta ábyrgð vegna morða á hundruðum mótmælenda eða illrar meðferðar á þúsundum þeirra. Það er tími kominn til að ríki Sameinuðu þjóðanna takist á við þetta refsileysi í Íran.
SMS-félagar krefjast þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar setji af stað óháða rannsókn á alvarlegustu mannréttindabrotunum í Íran og tryggi að gerendur verði dregnir til ábyrgðar.
