Aðalfundur: Ný stjórn Íslandsdeildarinnar 2021

Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 17. mars síðastliðinn á skrifstofu samtakanna. Fundurinn fór einnig fram á vefnum en er þetta í annað sinn sem boðið var upp á fjarfund. Góð mæting var á fundinn. Eins og venja er var ársskýrsla deildarinnar flutt og ársreikningar kynntir sem voru síðan bæði samþykkt á fundinum.  

Kosið var til nýrrar stjórnar. Þórhildur Elísabet Þórsdóttir var kosin formaður og er yngsti formaður deildarinnar. Hún er með víðtæka reynslu innan Amnesty International og mikill fengur fyrir deildina. Helena Hafsteinsdóttir og Harpa Pétursdóttir gengu til liðs við stjórnina. Þær eru vel kunnugar störfum Íslandsdeildarinnar sem fyrrum ungliði og sumarstarfsmaður. 

Við þökkum Magnúsi Davíð Norðdahl, fráfarandi formanni, og Rakel Haraldsdóttur, fráfarandi gjaldkera, fyrir vel unnin störf í þágu mannréttinda. Við bjóðum einnig nýja stjórnarmeðlimi velkomna og óskum þeim velfarnaðar í þessu nýja hlutverki. 

Aðalfundur 2021

STJÓRN 2021 -2022 SKIPA: 

Þórhildur Elísabet Þórsdóttir, formaður 

Eva Einarsdóttir, meðstjórnandi 

Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, meðstjórnandi 

Claudia Wilson, meðstjórnandi 

Sigurður Andrean Sigurgeirsson, meðstjórnandi 

Helena Hafsteinsdóttir, varamaður 

Harpa Pétursdóttir, varamaður 

Gestafyrirlesari í lok fundar

Í lok fundar var gestafyrirlesari með stutt erindi. Úígúri með stöðu flóttamanns á Íslandi sagði frá áhugaverðri sögu sinni og ræddi ofsóknir kínverskra stjórnvalda gegn þessum minnihlutahópi í heimalandi sínu. Úígúrar búsettir utan Kína verða einnig fyrir ofsóknum og því kom gestafyrirlesarinn fram undir nafnleynd.  

Hægt er að leggja sitt af mörkum og skrifa undir ákall Amnesty til stuðnings máli Úígúra búsetta erlendis sem óska þess að sameinast börnum sínum á ný eftir langan aðskilnað vegna ofsókna. Skrifaðu undir hér

Ítarefni

Ársskýrsla 2020

Úígúrar búsettir erlendis ofsóttir 

Sex sögur Úígúra: Foreldrar aðskildir frá börnum sínum