Amnesty International hrindir af stað alþjóðlegri neyðarsöfnun

Þeir sem berjast fyrir mannréttindum eru í mikilli hættu víðssvegar um heiminn. Borgaralegt samfélag liggur undir árás og það blasir við mannréttinda-neyðartilfelli. Þó að það sé ekki nýtt að ríki gagnrýni og ráðist gegn þeim sem benda á mannréttindabrot er stærðargráðan orðin allt önnur. Á þessum tímum upplifum við vaxandi andúð gegn mannréttindum frá valdhöfum. Bæði starf og starfsfólk Amnesty út um allan heim hefur orðið fyrir árásum. Áreitni að hálfu ríkisstjórna, varðhald að geðþótta, ólöglegt eftirlit, jafnvel morð eru dæmi um brögð sem ríki beita til að þagga niður í þeim sem berjast fyrir mannréttindum.

  • Neyðarsjóður Amnesty International veitir úrræði fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum og eru í hættu.
  • Hvort sem þeir lifa í ótta við brottnám, við að vera settir í fangelsi, vera undir eftirliti og fleira. Amnesty International er til staðar og gerir þeim kleift að halda áfram mannréttindastarfi sínu.
  • Amnesty var stofnað árið 1961. Síðan þá hefur starfið gengið út á að uppræta mannréttindabrot um allan heim. Neyðarsjóðurinn var stofnaður til að styðja við þessa vinnu og sérstaklega til að styðja við þá einstaklinga sem eru í framlínunni.
  • Að auki styður sjóðurinn við einstaklinga í krítískum aðstæðum, t.d. þegar flytja þarf einstaklinga og fjölskyldur í skjól, stendur undir lögfræðiþjónustu, endurhæfingu og fleira.
  • Árið 2020 var eytt um 160 milljónum í baráttu fyrir 3000 einstaklinga í 60 löndum.
  • Amnesty hefur barist fyrir þeim sem hafa orðið fyrir árásum í kjölfar umhverfisbaráttu sinnar. Til dæmis var stutt við grasrótarhóp í Kólumbíu með því að greiða fyrir nauðsynlegar birgðir meðan útgöngubann var þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins.
  • Í Afganistan hefur verið barist fyrir stöðvun ofbeldis gegn konum og stelpum. Útvegað grímum og sóttvarnarvörum auk fartölva til kvenna sem berjast fyrir kvenréttindum.
  • Í Kongó var barist fyrir því að átta frumbyggjar yrðu leystir úr haldi en þeir höfðu ranglega verið dæmdir í 15 ára fangelsi fyrir að verja land ættfeðra sinna.