Nýlega var kosið í stjórn Háskólafélags Íslandsdeildar Amnesty International. Tilgangur Háskólafélagsins er að stuðla að fræðslu og umræðu um mannréttindi í háskólasamfélaginu á Íslandi, sem og sýna samstöðu með þolendum mannréttindabrota.
Háskólafélagið stendur fyrir ýmsum viðburðum og aðgerðum en á tímum kórónuveirufaraldursins þarf félagið að leita nýrra leiða í starfi sínu.
Stjórnina skipa:
Senía Guðmundsdóttir – Oddviti
Arndís Ósk Magnúsdóttir – Oddviti
Gunnar Hlynur Úlfarsson – Meðstjórnandi
Salóme Sirapat – Samfélagsmiðlastýra
Bergur Arnar Jónsson – Gjaldkeri
Sigrún Þorsteinsdóttir – Nýliðafulltrúi
Á myndina vantar Sigrúnu Þorsteinsdóttur.
Við óskum þeim góðs gengis og hlökkum til að vinna með þeim!

