Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International var haldinn 18. júní síðasta á skrifstofu samtakanna. Einnig fór fundurinn fram á vefnum og er þetta í fyrsta sinn sem boðið var upp á fjarfund.
Góð mæting var á fundinn og þar voru skýrslur og ársreikningar samþykkt.
Kosið var til nýrrar stjórnar en hún á eftir að skipta með sér verkum. Við bjóðum nýja stjórnarmeðlimi velkomna og óskum þeim velfarnaðar í þessu nýja hlutverki.
stjórn 2020 -2021 skipa:
Magnús Davíð Norðdahl, formaður
Eva Einarsdóttir, meðstjórnandi
Þórhildur Elísabet Þórsdóttir, meðstjórnandi
Ólöf Salmon Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Rakel Haraldsdóttir, meðstjórnandi
Claudia Wilson, varamaður
Sigurður Andrean Sigurgeirsson varamaður

